Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Að sigla í land.

Þetta er eitt af því sem mér er alveg ómögulegt að skilja. Eyjamenn sigla flotanum í land, og það er gert með stuðningi frá bæjaryfirvöldum, sjómönnum og sennilega vinnslufólki líka, svo til að toppa fréttina er Maggi Krist ( Toyotu hausverkurinn ) hafður með fréttinni. Ég hef reynsluna, þekkinguna og vit til að segja frá þeim sóðaskap sem útgerðarmenn hafa stundað í mörg ár, ég hef þurft að láta hlut af launum mínum til útgerðarmanna svo þeir geti nú sett olíu á dallana sína, það hefur verið tekið af launum mínum til að leigja óveiddan fisk sem hefur verið leigður af öðru skipi í eigu sömu útgerðar, ég hef oft séð hvernig menn bera sig að við að landa framhjá vigt, breyta einni tegund í aðra ódýrari. Við hvað eru sjómenn hræddir ef þeir fylgja ekki LÍÚ, að missa starfið? Lækka í launum? Nei það held ég ekki, þetta er þrælsótti og flestir sjómenn eru með þennan kvilla. Auðvitað verða þeir að sigla í land, útgerðin ræður en er ekki með öllu óþarfi að mæta á einhvern baráttufund útgerðarmönnum og bæjaryfirvöldum til hagsbóta? Þeir geta best klórað yfir sinn skít sjálfir.  

Höfundur

Jóhann Berg Þorbergsson
Jóhann Berg Þorbergsson
Starfandi sjómaður, skipstjóri og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband