Leita í fréttum mbl.is

Að sigla í land.

Þetta er eitt af því sem mér er alveg ómögulegt að skilja. Eyjamenn sigla flotanum í land, og það er gert með stuðningi frá bæjaryfirvöldum, sjómönnum og sennilega vinnslufólki líka, svo til að toppa fréttina er Maggi Krist ( Toyotu hausverkurinn ) hafður með fréttinni. Ég hef reynsluna, þekkinguna og vit til að segja frá þeim sóðaskap sem útgerðarmenn hafa stundað í mörg ár, ég hef þurft að láta hlut af launum mínum til útgerðarmanna svo þeir geti nú sett olíu á dallana sína, það hefur verið tekið af launum mínum til að leigja óveiddan fisk sem hefur verið leigður af öðru skipi í eigu sömu útgerðar, ég hef oft séð hvernig menn bera sig að við að landa framhjá vigt, breyta einni tegund í aðra ódýrari. Við hvað eru sjómenn hræddir ef þeir fylgja ekki LÍÚ, að missa starfið? Lækka í launum? Nei það held ég ekki, þetta er þrælsótti og flestir sjómenn eru með þennan kvilla. Auðvitað verða þeir að sigla í land, útgerðin ræður en er ekki með öllu óþarfi að mæta á einhvern baráttufund útgerðarmönnum og bæjaryfirvöldum til hagsbóta? Þeir geta best klórað yfir sinn skít sjálfir.  

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Berg Þorbergsson
Jóhann Berg Þorbergsson
Starfandi sjómaður, skipstjóri og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband