Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Án leyfis??

Hvernig er þetta annars, má ég labba um landið án þess að eiga það á hættu að vera kærður fyrir? Skiptir máli hvaða farangur ég er með? Ef það er þannig að allt sem flýgur eða fýkur yfir eða á óræktuðu landi er það þá talið eign þess sem á landið? Má ég þá fá einkaleyfi á vindinum, snjónum og rigningunni? ,,Það má þá ekkert fjúka á þínu landi góði minn'' get ég hugsað mér að segja við einhvern sjálfskipaðan monthana sem bannar mér eitthvað. Eða ,,þú verður að taka allan snjó af þínu landi því snjórinn er minn'' Svo eru sumir sem banna veiðar nema gegn gjaldi?? Veit rjúpan af þessu? Auðvitað vil ég greiða fyrir réttinn að fá að veiða, og er búinn að því þegar ég borgaði fyrir veiðikortið. Landeigendur, ég skal greiða uppsett verð fyrir heimildina að fá að veiða á ykkar landi, en bara ein spurning, ef ég hitti ekki neina rjúpurassa, fæ ég þá endurgreitt? Það kostar mig nefnilega ekkert að labba þarna um byssulaus.


mbl.is Rjúpnaskyttur fóru um lönd í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jóhann Berg Þorbergsson
Jóhann Berg Þorbergsson
Starfandi sjómaður, skipstjóri og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband