Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Án leyfis??

Hvernig er þetta annars, má ég labba um landið án þess að eiga það á hættu að vera kærður fyrir? Skiptir máli hvaða farangur ég er með? Ef það er þannig að allt sem flýgur eða fýkur yfir eða á óræktuðu landi er það þá talið eign þess sem á landið? Má ég þá fá einkaleyfi á vindinum, snjónum og rigningunni? ,,Það má þá ekkert fjúka á þínu landi góði minn'' get ég hugsað mér að segja við einhvern sjálfskipaðan monthana sem bannar mér eitthvað. Eða ,,þú verður að taka allan snjó af þínu landi því snjórinn er minn'' Svo eru sumir sem banna veiðar nema gegn gjaldi?? Veit rjúpan af þessu? Auðvitað vil ég greiða fyrir réttinn að fá að veiða, og er búinn að því þegar ég borgaði fyrir veiðikortið. Landeigendur, ég skal greiða uppsett verð fyrir heimildina að fá að veiða á ykkar landi, en bara ein spurning, ef ég hitti ekki neina rjúpurassa, fæ ég þá endurgreitt? Það kostar mig nefnilega ekkert að labba þarna um byssulaus.


mbl.is Rjúpnaskyttur fóru um lönd í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttu rukka mig fyrir að labba á landinu mínu?

Það er nefnilega það.  Sko þegar kemur að því að taka gjald fyrir eitthvað sem sveitarfélag þykist standa fyrir þá finnst flestum það vera bara allt í lagi.  En ekki mér. Þegar bregst eitthvað í uppihaldi, rekstri eða náttúruhamfarir , ( nú eða fjárfestingar koma illa á viðkomandi sveitarfélag )  þá er þess krafist að almenningur hjálpi sveitarfélagi, þá er allt svo erfitt hjá viðkomandi,  með einhversskonar framlagi og / eða ríkið komi með einhvern styrk til þeirra.

En veistu að ég er ekkert á því að borga ykkur einhverja tiltekna upphæð fyrir að labba þarna um, nema að þig  ábyrgist að ég fari sáttur heim af veiðum.  Þetta er almenningur, rjúpur eru ekki ræktaðar af ykkur og afhentar í stykkjatali eftir pöntun, það kostar mig líka að komast til ykkar og kæra sveitarfélag, andskotist til að þjónusta þá sem nenna að heimsækja ykkur í staðin fyrir að rukka fyrir eitthvað sem sveitarfélagið má ekki og getur ekki staðið á.  Ég er ákveðin að ganga til rjúpna í Skagafirði og það skal ekki nokkur kjaftur rukka mig fyrir það. Ef ég verð svo heppinn að rekast á sveitastjórnina þá er betra að hún hafi afsal, til að sýna mér, fyrir landinu sem ég labba á,  og rúpum sem ég kem til að veiða. Og til að einfalda hlutina, þá skal ég koma á skrifstofuna ykkar og leyfa ykkur að skanna vegabréfið mitt, ökuskírteinið og gefa ykkur upp númer á veiðikorti mínu, en fjandinn eigi mig ef ég fer að borga ykkur. Þig einfaldlega hafið ekki heimild til að rukka mig eða aðra fyrir að veiða rúpu. Ég borgaði fyrir veiðikortið, og má samkvæmt því veiða fugla á tilteknu veiðitímabili. Andskotinn hafi mig ef ég þarf að borga ykkur, eða einhverjum öðrum, fyrir það líka. 


mbl.is Selja veiðileyfi í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans ráðríki.

Hvað er skítapakkið að gera? Já og við skulum banna sykur, láta almenning borga þungaskatt á hvert aukakíló umfram það sem tilheyrir ,,norminu''  Banna nammidag hjá börnum svo hægt verði að byggja tæknilegan spítala, Banna sölu á áfengi, banna bara allt, banna, banna og banna. Hvernig verður hérna eftir nokkur ár? Verður máske bannað að vera til? Er virkilega til fólk sem hugsar sem svo að ef það notar ekki eða geðjast ekki að einhverju þá á bara að banna það? Ég vil banna fólki að haga sér eins og hálvitar. Undirskriftarlisti verður á ferðinni til að banna bein afskipti af mér eða hvað mér þykir gott. Er að hugsa um að senda bara á alla og á þá sem svara ekki verður litið svo á að þeir séu samþykkir. Annars verða þeir sem eru á móti að senda inn skriflegt NEI.
mbl.is Styðja tillögu um tóbaksbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir flokksins

Ef það er meiningin að læra sem minnst, gera sem minnst og vita sem minnst um hvað sé best fyrir hagsmuni þjóðarinnar, þá endilega vertu áfram í þessari nefnd. Vigdís, þú átt að starfa fyrir fólkið í landinu en ekki berjast fyrir hagsmunum flokks þíns inn á alþingi. Ef það reynist svona erfitt þá verður þú bara að finna þér aðra vinnu, t.d. við að skeina framsóknarbeljunni.


mbl.is Situr áfram í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nema fjórfalt.

Hag lántakanda er betur borgið ef gengistryggingin hefði fengið að standa?? Fyrir það fyrsta þá var og er ólöglegt að binda lán við erlenda gjaldmiðla svo það fellur um sjálft sig. Svo er ég ekkert á því að heimila lánveitanda mínum að breyta vöxtum eða öðru í samningi okkar á milli, og það er einhliða ákvörðun lánveitanda. Þessi dómur hérðasdóms kemur bara í staðin fyrir svipu og ól sem var óspart notað á þræla fyrr á tímum. Mér er andskotans sama þó að aðrir, sem voru víst svo klárir, hafi ekki tekið lán með gengistryggingu, það er þeirra mál, en á meðan þeir eru ósáttir við að aðrir leiti réttar síns, og fái niðurstöðu í sín mál, ættu þeir að þegja. Ég hef og mun aldrei skilja þá afstöðu að segja að þeir sem tóku lán í erlendum gjaldmiðli græði einhver býsn?? Málið er að við töpum bara ekki eins miklu og gert var ráð fyrir í byrjun. Er það svona ómögulegt? Þetta er ekkert ásættanleg niðurstaða frá héraðsdómi, hún er einfaldlega kolröng. Fyrir gærdaginn taldi ég Gylfa Magnússon þann siðblindasta mann á landinu, ( glæpamennirnir búa allir í öðrum löndum ) en nú hefur héraðdómur tekið fram úr Gylfa svo um munar. Mér er skapi næst að flytja af landi brott, en einhvernveginn er það ekki hótun, því mannauðurinn, fjölskyldan og einstaklingurinn er einskis virði hjá ráðamönnum. Heimski Hans er ekki lengur heimskur, allavega ekkert á við núverandi ríkisstjórn.
mbl.is Dómurinn fjórfaldar vextina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sigla í land.

Þetta er eitt af því sem mér er alveg ómögulegt að skilja. Eyjamenn sigla flotanum í land, og það er gert með stuðningi frá bæjaryfirvöldum, sjómönnum og sennilega vinnslufólki líka, svo til að toppa fréttina er Maggi Krist ( Toyotu hausverkurinn ) hafður með fréttinni. Ég hef reynsluna, þekkinguna og vit til að segja frá þeim sóðaskap sem útgerðarmenn hafa stundað í mörg ár, ég hef þurft að láta hlut af launum mínum til útgerðarmanna svo þeir geti nú sett olíu á dallana sína, það hefur verið tekið af launum mínum til að leigja óveiddan fisk sem hefur verið leigður af öðru skipi í eigu sömu útgerðar, ég hef oft séð hvernig menn bera sig að við að landa framhjá vigt, breyta einni tegund í aðra ódýrari. Við hvað eru sjómenn hræddir ef þeir fylgja ekki LÍÚ, að missa starfið? Lækka í launum? Nei það held ég ekki, þetta er þrælsótti og flestir sjómenn eru með þennan kvilla. Auðvitað verða þeir að sigla í land, útgerðin ræður en er ekki með öllu óþarfi að mæta á einhvern baráttufund útgerðarmönnum og bæjaryfirvöldum til hagsbóta? Þeir geta best klórað yfir sinn skít sjálfir.  

Höfundur

Jóhann Berg Þorbergsson
Jóhann Berg Þorbergsson
Starfandi sjómaður, skipstjóri og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband