Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2011 | 14:16
Án leyfis??
Hvernig er þetta annars, má ég labba um landið án þess að eiga það á hættu að vera kærður fyrir? Skiptir máli hvaða farangur ég er með? Ef það er þannig að allt sem flýgur eða fýkur yfir eða á óræktuðu landi er það þá talið eign þess sem á landið? Má ég þá fá einkaleyfi á vindinum, snjónum og rigningunni? ,,Það má þá ekkert fjúka á þínu landi góði minn'' get ég hugsað mér að segja við einhvern sjálfskipaðan monthana sem bannar mér eitthvað. Eða ,,þú verður að taka allan snjó af þínu landi því snjórinn er minn'' Svo eru sumir sem banna veiðar nema gegn gjaldi?? Veit rjúpan af þessu? Auðvitað vil ég greiða fyrir réttinn að fá að veiða, og er búinn að því þegar ég borgaði fyrir veiðikortið. Landeigendur, ég skal greiða uppsett verð fyrir heimildina að fá að veiða á ykkar landi, en bara ein spurning, ef ég hitti ekki neina rjúpurassa, fæ ég þá endurgreitt? Það kostar mig nefnilega ekkert að labba þarna um byssulaus.
Rjúpnaskyttur fóru um lönd í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2011 | 09:39
Máttu rukka mig fyrir að labba á landinu mínu?
Það er nefnilega það. Sko þegar kemur að því að taka gjald fyrir eitthvað sem sveitarfélag þykist standa fyrir þá finnst flestum það vera bara allt í lagi. En ekki mér. Þegar bregst eitthvað í uppihaldi, rekstri eða náttúruhamfarir , ( nú eða fjárfestingar koma illa á viðkomandi sveitarfélag ) þá er þess krafist að almenningur hjálpi sveitarfélagi, þá er allt svo erfitt hjá viðkomandi, með einhversskonar framlagi og / eða ríkið komi með einhvern styrk til þeirra.
En veistu að ég er ekkert á því að borga ykkur einhverja tiltekna upphæð fyrir að labba þarna um, nema að þig ábyrgist að ég fari sáttur heim af veiðum. Þetta er almenningur, rjúpur eru ekki ræktaðar af ykkur og afhentar í stykkjatali eftir pöntun, það kostar mig líka að komast til ykkar og kæra sveitarfélag, andskotist til að þjónusta þá sem nenna að heimsækja ykkur í staðin fyrir að rukka fyrir eitthvað sem sveitarfélagið má ekki og getur ekki staðið á. Ég er ákveðin að ganga til rjúpna í Skagafirði og það skal ekki nokkur kjaftur rukka mig fyrir það. Ef ég verð svo heppinn að rekast á sveitastjórnina þá er betra að hún hafi afsal, til að sýna mér, fyrir landinu sem ég labba á, og rúpum sem ég kem til að veiða. Og til að einfalda hlutina, þá skal ég koma á skrifstofuna ykkar og leyfa ykkur að skanna vegabréfið mitt, ökuskírteinið og gefa ykkur upp númer á veiðikorti mínu, en fjandinn eigi mig ef ég fer að borga ykkur. Þig einfaldlega hafið ekki heimild til að rukka mig eða aðra fyrir að veiða rúpu. Ég borgaði fyrir veiðikortið, og má samkvæmt því veiða fugla á tilteknu veiðitímabili. Andskotinn hafi mig ef ég þarf að borga ykkur, eða einhverjum öðrum, fyrir það líka.
Selja veiðileyfi í afrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2011 | 18:22
Andskotans ráðríki.
Styðja tillögu um tóbaksbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2011 | 06:11
Hagsmunir flokksins
Ef það er meiningin að læra sem minnst, gera sem minnst og vita sem minnst um hvað sé best fyrir hagsmuni þjóðarinnar, þá endilega vertu áfram í þessari nefnd. Vigdís, þú átt að starfa fyrir fólkið í landinu en ekki berjast fyrir hagsmunum flokks þíns inn á alþingi. Ef það reynist svona erfitt þá verður þú bara að finna þér aðra vinnu, t.d. við að skeina framsóknarbeljunni.
Situr áfram í nefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2010 | 14:37
Ekki nema fjórfalt.
Dómurinn fjórfaldar vextina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 14:21
Að sigla í land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)