Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Máttu rukka mig fyrir að labba á landinu mínu?

Það er nefnilega það.  Sko þegar kemur að því að taka gjald fyrir eitthvað sem sveitarfélag þykist standa fyrir þá finnst flestum það vera bara allt í lagi.  En ekki mér. Þegar bregst eitthvað í uppihaldi, rekstri eða náttúruhamfarir , ( nú eða fjárfestingar koma illa á viðkomandi sveitarfélag )  þá er þess krafist að almenningur hjálpi sveitarfélagi, þá er allt svo erfitt hjá viðkomandi,  með einhversskonar framlagi og / eða ríkið komi með einhvern styrk til þeirra.

En veistu að ég er ekkert á því að borga ykkur einhverja tiltekna upphæð fyrir að labba þarna um, nema að þig  ábyrgist að ég fari sáttur heim af veiðum.  Þetta er almenningur, rjúpur eru ekki ræktaðar af ykkur og afhentar í stykkjatali eftir pöntun, það kostar mig líka að komast til ykkar og kæra sveitarfélag, andskotist til að þjónusta þá sem nenna að heimsækja ykkur í staðin fyrir að rukka fyrir eitthvað sem sveitarfélagið má ekki og getur ekki staðið á.  Ég er ákveðin að ganga til rjúpna í Skagafirði og það skal ekki nokkur kjaftur rukka mig fyrir það. Ef ég verð svo heppinn að rekast á sveitastjórnina þá er betra að hún hafi afsal, til að sýna mér, fyrir landinu sem ég labba á,  og rúpum sem ég kem til að veiða. Og til að einfalda hlutina, þá skal ég koma á skrifstofuna ykkar og leyfa ykkur að skanna vegabréfið mitt, ökuskírteinið og gefa ykkur upp númer á veiðikorti mínu, en fjandinn eigi mig ef ég fer að borga ykkur. Þig einfaldlega hafið ekki heimild til að rukka mig eða aðra fyrir að veiða rúpu. Ég borgaði fyrir veiðikortið, og má samkvæmt því veiða fugla á tilteknu veiðitímabili. Andskotinn hafi mig ef ég þarf að borga ykkur, eða einhverjum öðrum, fyrir það líka. 


mbl.is Selja veiðileyfi í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jóhann Berg Þorbergsson
Jóhann Berg Þorbergsson
Starfandi sjómaður, skipstjóri og yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband