7.11.2011 | 14:16
Án leyfis??
Hvernig er þetta annars, má ég labba um landið án þess að eiga það á hættu að vera kærður fyrir? Skiptir máli hvaða farangur ég er með? Ef það er þannig að allt sem flýgur eða fýkur yfir eða á óræktuðu landi er það þá talið eign þess sem á landið? Má ég þá fá einkaleyfi á vindinum, snjónum og rigningunni? ,,Það má þá ekkert fjúka á þínu landi góði minn'' get ég hugsað mér að segja við einhvern sjálfskipaðan monthana sem bannar mér eitthvað. Eða ,,þú verður að taka allan snjó af þínu landi því snjórinn er minn'' Svo eru sumir sem banna veiðar nema gegn gjaldi?? Veit rjúpan af þessu? Auðvitað vil ég greiða fyrir réttinn að fá að veiða, og er búinn að því þegar ég borgaði fyrir veiðikortið. Landeigendur, ég skal greiða uppsett verð fyrir heimildina að fá að veiða á ykkar landi, en bara ein spurning, ef ég hitti ekki neina rjúpurassa, fæ ég þá endurgreitt? Það kostar mig nefnilega ekkert að labba þarna um byssulaus.
![]() |
Rjúpnaskyttur fóru um lönd í leyfisleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Bílvelta á Krýsuvíkurvegi
- Bílslys í Öxnadal
- Það eru hjólför niður hlíðina
- Hamas reiðubúið að hefja viðræður um vopnahlé
- Parísarhjólið rís á ný
- Stórfurðuleg framkoma og vinnubrögð lögreglu
- Sendiráðið varar við opnum landamærum
- Ég get fundið þennan eina milljarð
- Hætta ekki fyrr en lágvöruverðsverslun opnar í bænum
- Páll sýknaður vegna ummæla um Samtökin 78
- Tíu milljarða tap á Íslandsbankasölu
- Lára Björg til liðs við Háskólann í Reykjavík
- Svona vill Guðmundur Ingi bregðast við PISA
- Sagðist bara skúra og gaf ekki upp nafn systur sinnar
- Bjartsýn á að þetta sé allt smella saman
Fólk
- Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja
- Að vita ekki hvað bíður manns
- Flúði til Sviss vegna líflátshótana
- Tónleikum Mansons aflýst í Brighton
- Sophia, umboðsmaður Caitlyn Jenner, látin eftir hræðilegt slys
- Laufey heiðraði minningu Diogo Jota í Liverpool
- Hefði allt eins getað sungið Atti katti nóa
- Addison Rae hitar upp fyrir Lönu Del Rey
- Notar TikTok til að fjármagna brjóstastækkunina
- Ég ætla að fá fullnægingu!
Athugasemdir
Þetta er spurning um þann rétt landeigenda hvort þeir leyfa skotveiðar á sínu landi eða ekki. Eg á t.d. jörð og á jörðinni er þónokkuð stórt skóglendi sem rjúpa sækir í . Ég leyfi ekki rjúpnaveiði á minni jörð vegna þess að ég hef ánægju af því að fylgjast með rjúpunni sérstaklega á sumrin þegar hún er með unga. Þetta verði þið rjúpnaskyttur að sætta ykkur við að þið getið ekki valtað yfir allt og alla og heimtað að fá að veiða þar sem ykkur sýnist þó svo að þið hafið greitt fyrir veiðikort og byssuleyfi.
Sigurður Baldursson, 7.11.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.